„Hann tók ákvörðun um að fara“

Kyle Walker hefur skipt yfir til AC Milan.
Kyle Walker hefur skipt yfir til AC Milan. AFP/Paul Ellis

Pep Guardiola hefur óskað Kyle Walker og fjölskyldu hans alls hins besta eftir að enski bakvörðurinn skipti frá Manchester City til AC Milan á dögunum.

Walker kom frá Tottenham til Manchester City árið 2017 og var lengi vel með bestu hægri bakvörðum heims. Hann var þá hluti af liði Manchester City sem vann sex deildartitla undir og einn Meistaradeildartitil undir stjórn Guardiola.

Mikið hefur gengið á í persónulegu lífi Walker og hefur hann sagt að hann sé að fara til Ítalíu til að reyna að bjarga hjónabandi sínu.

„Hann tók ákvörðun um að fara. Harðasti, fljótasti og sterkasti varnarmaður sem við höfum átt ákvað að fara,“ sagði Guardiola.

„Ég vil þakka honum kærlega fyrir þessi sjö ár sem hann var hjá okkur þar sem hann sýndi okkur þéttleika og vann fjölda titla með okkur. Ég þakkaði honum persónulega fyrir og fyrir fyrir framan hópinn. Ég óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta,“ sagði Guardiola að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert