Jón Daði Böðvarsson skoraði tvö mörk fyrir Burton Albion í 4:2-sigri liðsins gegn Rotherham í ensku C-deildinni í dag.
Bæði mörk Jóns Daða komu í fyrri hálfleik en hann skoraði líka í síðasta leik í sigri liðsins gegn Wigan. Hann er því kominn með þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum sínum fyrir félagið.
Burton er í 21. sæti deildarinnar af 24 liðum með 21 stig en er enn sex stigum frá því að komast úr fallsæti.
Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson skoraði fyrir Preston í 2:1-sigri liðsins gegn Middlesbrough í ensku B-deildinni í dag.
Stefán kom Preston yfir á 28. mínútu en Daninn Emil Riis Jacobsen skoraði sigurmark liðsins á 78. mínútu.
Preston situr í 14. sæti deildarinnar með 37 stig eftir 29 leiki.
Guðlaugur Victor Pálsson stóð vaktina í vörn Plymouth er liðið gerði 2:2-jafntefli gegn Sunderland í ensku B-deildinni í dag.
Plymouth er á botni ensku B-deildarinnar með 22 stig en Sunderland er í fjórða sæti með 55 stig.