Myles Lewis-Skelly, leikmaður Arsenal, fékk umdeilt rautt spjald í 1:0-sigri Arsenal gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Lewis-Skelly fékk að líta rauða spjaldið á 43. mínútu og voru Arsenal-menn manni færri þar til á 70. mínútu en þá fékk Joao Gomes, leikmaður Wolves, rautt spjald. Riccardo Calafiori skoraði sigurmark Arsenal á 74. mínútu.
Rauðu spjöldin og helstu tilþrif leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur enska boltann í samstarfi við Símann sport.