Baráttusigur Arsenal í Wolverhampton

Riccardo Calafiori, t.v., fagnar marki sínu ásamt William Saliba.
Riccardo Calafiori, t.v., fagnar marki sínu ásamt William Saliba. AFP/Darren Staples

Arsenal vann baráttusigur á Wolves, 1:0, í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Molineux vellinum í Wolverhampton í dag.

Arsenal-liðið er í öðru sæti deildarinnar með 47 stig, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á þó leik til góða. Wolves e í 17. sæti deildarinnar með 16 stig.

Eftir nokkuð rólegan fyrri hálfleik breyttist allt þegar að táningurinn Myles Lewis -Skelly fékk beint rautt spjald fyrir grófa tæklingu á Matt Doherty. 

Þá tapaði Arsenal boltanum hátt uppi á vellinum og Doherty brunaði upp völlinn. Lewis-Skelly ætlaði sér að brjóta taktískt á Doherthy en fór með takkana í Írann og var rekinn af velli. 

Michael Oliver dómari gefur Myles Lewis-Skelly rautt spjald.
Michael Oliver dómari gefur Myles Lewis-Skelly rautt spjald. AFP/Darren Staples

Arsenal-liðið fékk þó betri færi manni færri en á 70. mínútu fékk Joao Gomes í liði Wolves sitt annað gula spjald og rautt fyrir ljóta tæklingu á Jurrien Timber sem hefði alveg mátt vera beint rautt. Klaufalegt hjá miðjumanninum og jafnt í liðum. 

Fjórum mínútum síðar skoraði Riccardo Calafiori sigurmark Arsenal. Þá datt boltinn fyrir hann inn í teig Wolves og hann smellti boltanum í fjærhornið, stöngin inn. 

Úlfunum tókst ekki að svara marki Arsenal og réði því mark Ítalans úrslitunum. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Wolves 0:1 Arsenal opna loka
90. mín. Fimm mínútum bætt við leikinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert