Baulað ákaflega í leikslok (myndskeið)

Stuðningsmenn Tottenham voru allt annað en ánægðir með tap liðsins fyrir Leicester, 2:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. 

Richarlison kom Tottenham yfir á 33. mínútu en mörk frá Jamie Vardy og Bilal El Khannouss sáu til þess að Leicester vann með mörkum í byrjun seinni hálfleiks. 

Eftir leik mátti heyra hávær baul en svipmyndir úr leiknum á sjá í spilaranum hér að ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert