Jafnt á Villa Park

Donyell Malen í baráttu við Aaron Cresswell í leiknum í …
Donyell Malen í baráttu við Aaron Cresswell í leiknum í kvöld. AFP/Darren Staples

Aston Villa og West Ham United skildu jöfn, 1:1, þegar liðin áttust við í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Villa Park í Birmingham í kvöld.

Villa heldur kyrru fyrir í áttunda sæti með 39 stig og West Ham er í 13. sæti með 27 stig.

Jacob Ramsey kom heimamönnum í forystu eftir aðeins átta mínútna leik áður en Emerson jafnaði metin fyrir Hamrana á 70. mínútu.

Lucas Paquetá taldi sig vera að tryggja Hömrunum sigur þegar hann skoraði á níundu mínútu uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu á Tomás Soucek í aðdragandanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert