Lisandro Martínez reyndist hetja Manchester United þegar hann skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Markið skoraði hann á 78. mínútu þegar þrumuskot hans fór af Sasa Lukic, breytti þannig verulega um stefnu, Bernd Leno í marki Fulham var með hendurnar í boltanum en náði aðeins að verja í þverslána þaðan sem boltinn fór í netið.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.