Franski knattspyrnumaðurinn Mathys Tel, sóknarmaður Bayern München, hefur hafnað samningstilboði Tottenham Hotspur, sem hafði fengið 50 milljóna punda kauptilboð samþykkt.
Sky í Þýskalandi greinir frá því að Tel, sem er 19 ára gamall, vilji heldur fara að láni frá þýska stórveldinu.
Fjöldi enskra félaga, þeirra á meðal Manchester United, Aston Villa og Chelsea, hafa áhuga á því að fá hann á láni.