Forest skoraði sjö gegn Brighton

Chris Wood að fagna í þriðja sinn í dag.
Chris Wood að fagna í þriðja sinn í dag. AFP/Oli Scarff

Nottingham Forest fór illa með Brighton í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag en leikurinn endaði 7:0 fyrir heimamönnum.

Forest er í þriðja sæti deildarinnar með 47 stig, jafn mörg og Arsenal sem á leik til góða. Brighton er í níunda með 34 stig.

Lewis Dunk miðvörður Brighton varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir aðeins 12 mínútur. Morgan Gibbs-White og Chris Wood bættu tveimur mörkum í fyrri hálfleik og Forest var 3:0 yfir þegar liðin gengu til búningsklefa.

Wood skoraði annað mark á 64. mínútu og fullkomnaði þrennuna úr vítaspyrnu fimm mínútum síðar.

Neco Williams skoraði sjötta mark Forest á 89. mínútu og Jota Silva skoraði sjöunda á fyrstu mínútu uppbótartímans og leikurinn endaði 7:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert