Fyrsti sigurinn í þrjá mánuði (myndskeið)

Southampton vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í þrjá mánuði er liðið sigraði Ipswich, 2:1, í fallbaráttuslag á útivelli í dag.

Joe Aribo og Paul Onuachu sáu um að gera mörk Southampton á meðan Liam Delap skoraði fyrir Ipswich.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert