Magnað mark hjá Salah (myndskeið)

Mo Salah sá um að gera bæði mörk Liverpool er liðið sigraði Bournemouth á útivelli, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fyrra markið gerði hann úr víti á 30. mínútu og það seinna með glæsilegri afgreiðslu á 75. mínútu.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert