Marcus Rashford hefur samþykkt að ganga í raðir Aston Villa frá Manchester United að láni út tímabilið.
Félögin eiga þó enn eftir að ganga frá samningnum sín á milli en Villa mun væntanlega eiga kost á að kaupa Rashford að láni loknu.
Rashford, sem hefur spilað með United allan ferilinn, hefur ekki verið inni í myndinni hjá félaginu eftir að Ruben Amorim tók við af Erik ten Hag í haust.