Wolves hafði betur gegn Aston Villa, 2:0, í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og komst upp úr fallsæti fyrir vikið.
Jean-Ricner Bellegarde kom Wolves yfir á 12. mínútu og var staðan 1:0 allt fram að uppbótartíma er Matheus Cunha bætti við öðru markinu og þar við sat.
Svipmyndir úr leiknum má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.