Úlfarnir úr fallsæti eftir óvæntan sigur

Matheus Cunha innsiglaði sigurinn.
Matheus Cunha innsiglaði sigurinn. AFP/glyn Kirk

Wolves vann óvæntan heimasigur á Aston Villa, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Með sigrinum fór Wolves upp úr fallsæti en liðið er í 17. sæti með 19 stig, tveimur stigum fyrir ofan Leicester sem féll niður í fallsæti. Villa er í áttunda sæti með 37 stig.

Jean-Ricner Bellegarde kom Wolves yfir á 12. mínútu og var staðan 1:0 allt fram að uppbótartíma er Matheus Cunha bætti við öðru markinu og þar við sat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert