Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur áhuga á því að fá enska sóknarmanninn Marcus Rashford frá Manchester United.
Samkvæmt Sky Sports vill félagið fá Rashford á láni en John Duran fór frá Villa til Al Nassr á dögunum og félagið vill fá 27 ára gamla Rashford í hans stað.
Það eru sjö vikur frá síðasta leik Rashford með United og hann hefur sjálfur sagt að hann sé tilbúinn yfirgefa félagið.
Villa hefur einnig áhuga á því að fá Joao Félix sem spilar með Chelsea og Marcos Asensio sem spilar með París SG í Frakklandi.