Hákon Rafn Valdimarsson spilar sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Brentford í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Liðið mætir Tottenham á heimavelli klukkan 14 í dag. Hákon er í marki og Mark Flekken sem er aðalmarkmaður liðsins er ekki í hópnum.
Hákon hefur áður spilað einn leik í úrvalsdeildinni en hann kom inn á sem varamaður þegar Flekken meiddist gegn Brighton í desember.
Hann er fyrsti íslenski markmaðurinn til þess að byrja leik í ensku úrvalsdeildinni. Áður hafði Rúnar Alex Rúnarsson komið inn á sem varamarkvörður í leik með Arsenal.