Knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford er kominn í raðir Aston Villa að láni frá Manchester United út leiktíðina. Félögin tilkynntu skiptin í kvöld.
Rashford, sem er uppalinn hjá United, hefur ekki verið inni í myndinni hjá Manchester-liðinu síðan Rúben Amorim tók við af Erik ten Hag og því ákveðið að færa sig um set.
Villa hefur möguleika á að kaupa Rashford á 40 milljónir punda eftir tímabilið og mun félagið frá Birmingham greiða stóran hluta af launakostnaði sóknarmannsins út leiktíðina.
Rashford, sem er 27 ára, hefur skorað 87 mörk í 287 leikjum með United í ensku úrvalsdeildinni og 17 mörk í 60 landsleikjum.