Á leið til Tottenham eftir allt saman

Mathys Tel í leik með Bayern München.
Mathys Tel í leik með Bayern München. AFP/Alexandra Beier

Franski knattspyrnumaðurinn Mathys Tel er á leið til Tottenham Hotspur, nokkrum dögum eftir að hann hafnaði samningstilboði félagsins.

Tel, sem er 19 ára gamall sóknarmaður Bayern München, vildi ekki skrifa undir langtímasamning við Tottenham eftir að þýska félagið samþykkti 50 milljóna punda kauptilboð og var frekar að leitast eftir því að komast annað á láni.

Sky Sport í Þýskalandi og The Athletic greina frá því að nú hafi Bayern samþykkt lánstilboð Tottenham og að Tel sé reiðubúinn að fara til Lundúnafélagsins á láni.

Hann er nú á leið til Lundúna þar sem Tel mun gangast undir læknisskoðun og skrifa svo undir samning út yfirstandandi tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert