Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur ákveðið að kalla til baka Fílabeinstrendinginn David Datro Fofana úr láni frá tyrkneska félaginu Göztepe.
Fofana lék aðeins níu leiki fyrir Göztepe í tyrkneska úrvalsdeildinni á tímabilinu og skoraði tvö mörk. Hann meiddist í byrjun desemer og hefur ekki spilað síðan.
Fofana var keyptur af Chelsea frá Molde í janúar 2023 en síðan þá hefur hann farið á lán til Union Berlín og Burnley.