Endurkomusigur Chelsea

Chelsea-menn fagna sigurmarkinu.
Chelsea-menn fagna sigurmarkinu. AFP/Adrian Dennis

Chelsea vann West Ham, 2:1, í lokaleik 24. umferðar ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu á Stamford Bridge í London í kvöld. 

Eftir leik er Chelsea í fjórða sæti með 43 stig en West Ham er í 15. sæti með 27. 

Jarrod Bowen kom West Ham yfir á 42. mínútu en á þeirri 64. jafnaði Pedro Neto metin fyrir Chelsea, 1:1. 

Sigurmark Chelsea var síðan sjálfsmark en þá fór fyrirgjöf Cole Palmer af Aaron Wan-Bissaka og í netið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert