Enski knattspyrnumaðurinn Lloyd Kelly er farinn frá Newcastle og genginn til liðs við Juventus á Ítalíu.
Kelly, sem er bakvörður, fer á láni en Juventus mun síðan kaupa hann í sumar.
Bakvörðurinn var aðeins hjá Newcastle í sex mánuði en hann gekk í raðir félagsins frá Bournemouth síðasta sumar.