Hörður: Er Guardiola kominn á endastöð?

Í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi ræddi þáttastjórnandinn Hörður Magnússon við Margréti Láru Viðarsdóttur og Eið Smára Guðjohnsen um leik Arsenal og Manchester City.

Arsenal vann leikinn afar örugglega, 5:1, og því velti Hörður því fyrir sér hvort Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Man. City, gæti hætt störfum í lok tímabils þrátt fyrir að hafa nýverið skrifað undir nýjan samning.

„Maður veltir fyrir sér hvort það komi eitthvað upp í huga Guardiola, eftir þetta tímabil, að hann bara geri eins og Jürgen Klopp og hætti. Er þetta bara komið á endastöð?“ spurði Hörður Margréti Láru.

„Það er ekki mín upplifun af þessu,“ svaraði hún.

Umræðurnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert