Kærasti Sveindísar færir sig um set

Rob Holding, sem leikur í dag með Crystal Palace, og …
Rob Holding, sem leikur í dag með Crystal Palace, og Sveindís Jane Jónsdóttir. Ljósmynd/Tim Nwachukwu/Arnþór Birkisson

Knattspyrnumaðurinn Rob Holding, sem er kærasti landsliðskonunnar Sveindísar Jane Jónsdóttur, er genginn til liðs við Sheffield United frá Crystal Palace á lánssamningi út tímabilið. 

Holding, sem er þaulreyndur miðvörður, lék aðeins einn leik fyrir Crystal Palace eftir að hann kom frá Arsenal sumarið 2023. 

Hann var í sjö ár hjá Arsenal og spilaði 162 leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert