Knattspyrnumarkvörðurinn Robert Sánchez er ekki í byrjunarliði Chelsea sem mætir West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í kvöld.
Sánchez hefur átt afleita leiki undanfarið og er í kjölfarið settur á bekkinn af stjóranum Enzo Maresca.
Í hans stað kemur Daninn Filip Jörgensen en leikurinn hefst klukkan 20.