Argentínski knattspyrnumaðurinn Lisandro Martínez, varnarmaður Manchester United, er með slitið krossband og verður frá út tímabilið og langt inn í næsta.
Frá þessu segir argentínski blaðamaðurinn Gastón Edul en Martínez meiddist í tapi United fyrir Crystal Palace, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Martínez fór í kjölfarið út af á börum og er nú staðfest að hann sé með slitið krossband. Hann mun vera frá í að minnsta kosti níu mánuði.