Rúben Amorim, knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United, vildi lítið tjá sig um félagaskipti Marcus Rashfords til Aston Villa.
Rashford hefur ekkert spilað með Manchester United síðan um miðjan desember en hann gekk í raðir Villa á láni í gær.
Amorim og Rashford náðu ekki saman en stjórinn var spurður út í félagaskipti Rashfords á blaðamannafundi í gær.
„Vonandi spilar hann og bætir sig. Annars skil ég að þið spyrjið, en ég er bara að einbeita mér að mínum leikmönnum,“ sagði Amorim.