Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, viðurkennir að það hafi reynst honum vonbrigði að félagið hafi ekki styrkt liðið neitt í janúarglugganum, sem var lokað í gærkvöldi.
Arteta hafði vonast til þess að styrkja liðið með leikmanni eða tveimur í janúar en það varð ekki raunin.
Það var ljóst frá okkar sjónarhóli að við hygðumst styrkja leikmannahópinn líkt og ávallt þegar glugginn opnar. Meiðsli hafa haft áhrif á okkur og við náðum ekki að gera það.
Við urðum fyrir vonbrigðum að því leyti en um leið er okkur fyllilega kunnugt að við viljum einungis fá til okkar ákveðna tegund af leikmönnum og við verðum líka að sýna mikinn aga þegar kemur að því, sagði spænski stjórinn á fréttamannafundi í dag.