Enn eitt áfallið fyrir Tottenham

Radu Dragusin heldur um hnéð eftir að hann meiddist í …
Radu Dragusin heldur um hnéð eftir að hann meiddist í leiknum gegn Elfsborg síðasta fimmtudag. AFP/Ben Stansall

Enska knattspyrnuliðið Tottenham hefur orðið fyrir enn einu áfallinu en nú er ljóst að rúmenski varnarmaðurinn Radu Dragusin leikur ekki meira á þessu tímabili og spilar væntanlega ekki aftur fyrr en seint á árinu.

Tottenham staðfesti í dag að Dragusin hefði slitið krossband í hné í leiknum gegn Elfsborg í Evrópudeildinni í síðustu viku. Hann færi í uppskurð síðar í vikunni.

Dragusin er 23 ára gamall miðvörður sem Tottenham keypti af Genoa á Ítalíu í janúar 2024 fyrir rúmar 20 milljónir punda og varð þar með dýrasti rúmenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi. Hann hefur samtals leikið 37 mótsleiki fyrir Tottenham á þessum tíma, 26 þeirra í úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert