Farinn frá United

Tyrell Malacia í leik með Manchester United gegn FCSB undir …
Tyrell Malacia í leik með Manchester United gegn FCSB undir lok síðasta mánaðar. AFP/Andrei Pungovschi

Hollenski knattspyrnumaðurinn Tyrell Malacia hefur verið lánaður frá Manchester United til PSV Eindhoven í heimalandinu út yfirstandandi tímabil.

Malacia, sem er 25 ára vinstri bakvörður, hefur aðeins tekið þátt í átta leikjum með Man. United á tímabilinu eftir að hafa snúið aftur eftir langvarandi meiðsli sem héldu honum frá keppni allt síðasta tímabil.

PSV, sem er á toppnum í hollensku úrvalsdeildinni, getur keypt Malacia á meðan lánstímanum stendur. Hann gekk til liðs við Man. United frá Feyenoord sumarið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert