Leeds náði fimm stiga forskoti á toppi ensku B-deildarinnar í fótbolta í kvöld með útisigri á Coventry, 2:0.
Joel Piroe kom Leeds yfir á 17. mínútu og Jayden Bogle bætti við öðru marki á 26. mínútu og urðu mörkin ekki fleiri.
Leeds er með 66 stig í toppsætinu, fimm stigum á undan Burnley og Sheffield United, sem féllu saman úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Sheffield-liðið á leik til góða.