Newcastle í úrslit eftir annan sigur á Arsenal

Anthony Gordon skýtur að marki Arsenal í kvöld.
Anthony Gordon skýtur að marki Arsenal í kvöld. AFP/Paul Ellis

Newcastle er komið í úrslit deildabikars karla í fótbolta eftir heimasigur á Arsenal, 2:0, í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Newcastle í kvöld.

Newcastle vann fyrri leikinn á útivelli 2:0 og einvígið samanlagt 4:0. Liðið mætir annaðhvort Liverpool eða Tottenham í úrslitum, þar sem Tottenham er með 1:0-forystu eftir heimasigur í fyrri leiknum.

Jacob Murphy kom Newcastle yfir á 19. mínútu og Anthony Gordon bætti við öðru markinu á 52. mínútu og þar við sat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert