Justin Kluivert, sóknartengiliður Bournemouth, hefur verið útnefndur besti leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrsta sinn.
Kluivert, sem er 25 ára gamall, lék frábærlega í janúar og skoraði fimm mörk ásamt að leggja upp tvö í fjórum deildarleikjum fyrir Bournemouth.
Þar á meðal skoraði hann þrennu og lagði upp hitt markið í fræknum útisigri á Newcastle United, 4:1, en Bournemouth vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli í janúar.
Hollendingurinn Kluivert er þar með aðeins annar leikmaður Bournemouth í sögu úrvalsdeildarinnar sem er útnefndur leikmaður mánaðarins. Sá fyrsti var Dominic Solanke, sem nú leikur með Tottenham, í desember árið 2023.