Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool hefur ekki ákveðið hver stendur í markinu er liðið mætir Newcastle í úrslitum enska deildabikarsins.
Caoimhín Kelleher varði mark Liverpool er liðið sló út Tottenham í undanúrslitum og hefur varið mark liðsins með afar góðum árangri í keppninni undanfarin ár.
Slot ætlar ekki að lofa Kelleher sæti í byrjunarliðinu á Wembley 16. mars næstkomandi.
„Við vitum ekki hvernig staðan verður þegar úrslitaleikurinn fer fram. Ég get ekki lofað neinum leikmanni neinu,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag.