Brighton hefur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum enska bikarsins eftir sigur gegn Chelsea, 2:1, í kvöld.
Bart Verbruggen, markvörður Brighton, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á fimmtu mínútu. Brighton var þó ekki lengi að jafna metin en á 12. mínútu skoraði Georginio Rutter jöfnunarmark liðsins.
Japaninn Kaoru Mitoma skoraði sigurmark Brighton á 57. mínútu. Lokaniðurstaðan var því 2:1-sigur Brighton.