Englandsmeistarar Manchester City unnu endurkomusigur gegn C-deildarliðinu Leyton Orient, 2:1, í 4. umferð enska bikarsins á heimavelli C-deildarliðsins.
Leyton Orient komst yfir á 16. mínútu með sjálfsmark Stefan Ortega markvarðar City og var það staðan í hálfleik, 1:0.
Nýi maðurinn Abdukodir Khusanov jafnaði metin á 56. mínútu og Kevin De Bruyne skoraði sigurmark City á þeirri 79.
Þá er Milwall einnig komið áfram í 16-liða úrslitin eftir góðan útisigur á Leeds, 2:0.