Ítalinn Federico Chiesa átti afleitan leik í tapi Liverpool fyrir botnliði B-deildarinnar Plymouth Argyle, 1:0, í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta í Plymouth í dag.
Plymouth henti Liverpool mjög óvænt úr keppni en Liverpool-liðið hvíldi sína helstu leikmenn og fékk það í bakið.
Chiesa, sem kom til Liverpool á láni frá Juventus í sumar, lék allan leikinn. Hann náði að leika á mótherja í eitt af tíu skiptum, tapaði boltanum 29 sinnum og var aðeins með eina heppnaða fyrirgjöf.