Aston Villa lagði Tottenham að velli, 2:1, í síðasta leik dagsins í 32-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Villa Park í Birmingham í kvöld.
Villa náði forystunni strax á fyrstu mínútu leiksins þegar Jacob Ramsey skoraði eftir sendingu frá Morgan Rogers.
Rogers kom síðan Villa í 2:0 á 64. mínútu og í kjölfarið fékk Marcus Rashford sitt fyrsta tækifæri í búningi Aston Villa, þegar hann kom inn á sem varamaður.
Nýjasti liðsmaður Tottenham, Mathys Tel, náði að minnka muninn fyrir Lundúnaliðið í uppbótartíma leiksins eftir sendingu frá Dejan Kulusevski og 2:1 urðu því lokatölurnar.