Amorim vill endurnýja kynnin við sænsku markavélina

Viktor Gyökeres.
Viktor Gyökeres. AFP/Ronny Hartmann

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United ætla að leggja fram tilboð í sænska markahrókinn Viktor Gyökeres í sumar.

Það er breski miðillinn Independent sem greinir frá þessu en Gyökeres, sem er 26 ára gamall, er samningsbundinn Sporting í efstu deild Portúgals.

Hann hefur skorað 22 mörk í 20 leikjum í efstu deild Portúgals á tímabilinu en alls hefur hann skorað 34 mörk í 34 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu, þar á meðal þrennu gegn Manchester City í Meistaradeildinni.

Ruben Amorim, stjóri United, þekkir vel til sænska framherjans en hann keypti hann til félagsins frá Coventry sumarið 2023 fyrir 20 milljónir evra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert