Aston Villa gengur frá kaupum

Yasin Özcan er kominn til Aston Villa.
Yasin Özcan er kominn til Aston Villa. Ljósmynd/Aston Villa

Enska knattspyrnufélagið Aston Villa hefur gengið frá kaupum á tyrkneska varnarmanninum Yasin Özcan. Hann kemur til félagsins í sumar.

Özcan hefur leikið fyrir yngri landslið Tyrklands en hann er aðeins 18 ára gamall. Getur hann spilað sem miðvörður og vinstri bakvörður.

Þrátt fyrir að vera enn aðeins 18 ára hefur Özcan verið í U21 árs landsliði Tyrklands frá árinu 2023.

Özcan hefur leikið 77 leiki með Kasimpasa í efstu deild Tyrklands og skorað í þeim fjögur mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert