Crystal Palace tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta með sigri á Doncaster úr C-deildinni á útivelli, 2:0.
Kólumbíumaðurinn Daniel Munoz kom Palace yfir á 31. mínútu og Norður-Írinn ungi Justin Devenny bætti við öðru markinu á 55. mínútu og þar við sat.
Palace mætir Millwall úr B-deildinni á heimavelli í 16-liða úrslitum.