Á förum frá Arsenal

Kieran Tierney er á förum frá Arsenal.
Kieran Tierney er á förum frá Arsenal. AFP

Skoski knattspyrnumaðurinn Kieran Tierney er búinn að semja við Celtic í heimalandinu og mun skipta yfir til félagsins frá Arsenal í sumar þegar samningur hans við enska félagið rennur út.

Tierney þekkir vel til hjá Celtic en hann kom til Arsenal árið 2017 frá Celtic. Tierney hefur spilað 129 leiki fyrir Arsenal, skorað fimm mörk og lagt upp 13 til viðbótar. Hann hefur hins vegar aðeins leikið fimm leiki á þessari leiktíð.

Brendan Rodgers, fyrrverandi stjóri Liverpool og Leicester, er stjóri Celtic rétt eins og þegar Tierney var hjá Celtic á árum áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert