Borga 609 milljónir fyrir 16 ára strák

Enzo Maresca stýrir Chelsea.
Enzo Maresca stýrir Chelsea. AFP/Ben Stansall

Enska knattspyrnufélagið Chelsea er búið að ganga frá kaupum á hinum 16 ára gamla Dastan Satpaev frá Kairat Almaty í Kasakstan.

Hann hefur gert fimm ára samning við enska félagið en má þó ekki ganga formlega í raðir þess fyrr en hann er orðinn 18 ára.

Chelsea greiðir fjórar milljónir evra fyrir leikmanninn eða um 609 milljónir króna. Hann hefur leikið fyrir U17-ára landslið Kasakstan og yngri liðum Kairat Almaty.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert