Aston Villa tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Leikið var á Villa Park vellinum í Birmingham og endaði leikurinn með fjögurra marka jafntefli, 2:2.
Eftir leikinn er Aston Villa í 9. sæti með 39 stig en Liverpool er á toppi deildarinnar með 61 stig, átta stigum á undan Arsenal sem á þó leik til góða.
Leikurinn fór fjörlega af stað og var mikil barátta úti á vellinum áður en Mohamed Salah kom Liverpool í forystu á 29. mínútu. Andrés García, hægri bakvörður Aston Villa, gerði sig þá sekan um slæm mistök en sending hans fór beint fyrir fætur Diogo Jota. Jota gerði vel og lagði boltann á Mohamed Salah sem setti boltann í þaknetið og gestirnir komnir yfir.
Forystan entist ekki lengi en níu mínútum síðar hafði Youri Tielemans jafnað fyrir heimamenn. Eftir sendingu utan af kanti og mikinn skallatennis og darraðardans í vítateig Liverpool þá endaði boltinn hjá Tielemans. Belginn lét þá vaða með vinstri fæti og endaði boltinn í netinu, óverjandi fyrir Alisson í marki gestanna.
Það var síðan á þriðju mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks sem heimamenn komust yfir. Lucas Digne átti þá frábæra fyrirgjöf frá vinstri sem endaði á kollinum á Ollie Watkins. Enski framherjinn skallaði boltann fullkomlega í markið framhjá hjálparlausum Alisson og heimamenn búnir að snúa leiknum sér í vil.
Craig Pawson, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks nokkrum andartökum síðar og leiddi Aston Villa með einu marki, 2:1, í hálfleik.
Liverpool liðið var töluvert betra í upphafi seinni hálfleiks og hafði öll völd á vellinum. Það skilaði sér á 61. mínútu þegar Trent Alexander-Arnold jafnaði leikinn. Hann og Mohamed Salah spiluðu þá sín á milli sem endaði með því að Alexander-Arnold fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Aston Villa. Hann lét þá vaða að marki, skotið fór af Tyrone Mings og þaðan framhjá Emiliano Martinez í marki heimamanna.
Liðin skiptust á að sækja það sem eftir lifði leiks en ekkert gekk að koma boltanum í netið og endaði leikurinn því með fjögurra marka jafntefli, 2:2.
Aston Villa | 2:2 | Liverpool |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
mín.
Sjá meira
Sjá allt
Aston Villa:
(4-4-2)
Mark:
Emiliano Martínez.
Vörn:
Andrés García (Matty Cash 67), Axel Disasi, Tyrone Mings, Lucas Digne (Ian Maatsen 78).
Miðja:
Marco Asensio (Donyell Malen 67), Youri Tielemans, John McGinn (Lamare Bogarde 86), Morgan Rogers.
Sókn:
Ollie Watkins, Marcus Rashford (Jacob Ramsey 67).
Liverpool:
(4-3-3)
Mark:
Alisson.
Vörn:
Trent Alexander-Arnold (Conor Bradley 66, Jarell Quansah 89), Virgil van Dijk, Ibrahima Konaté , Andrew Robertson.
Miðja:
Dominik Szoboszlai, Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister (Luis Díaz 81).
Sókn:
Mohamed Salah, Diogo Jota (Darwin Núnez 66), Curtis Jones.
Skot:
Aston Villa
5 (3)
-
Liverpool
13 (5)
Lýsandi: Grétar Bragi Hallgrímsson Leikur hefst Aðstæður: Dómari: Craig Pawson |