Sigurmark kom Íslendingum á óvart

Ljósmynd/FIFA

Landslið Íslands í efótbolta lék síðustu æfingaleiki sína í gær, fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins sem hefst í dag. Kepptu Íslendingar við Rússa og lék Bjarki Már Sigurðsson fyr­ir hönd Íslands í Xbox.

Staðan var 3-3 þegar venjulegum leiktíma var lokið í fyrri leik Bjarka. Taldi hann leiknum þar með lokið með jafntefli en annað kom á daginn. Rússar reyndust hafa stillt leiktímann þannig að framlenging yrði, sem kom Íslendingum að óvörum samkvæmt heimildum blaðamanns.

Sló þetta Bjarka út af laginu og skoruðu Rússar í framlengingu. Lokatölur 3-4.

Seinni leikur Bjarka fór vel og endaði 5-4. Skoraði hann sigurmarkið á 88. mínútu beint úr aukaspyrnu.

Aron Þorm­ar Lárusson spilaði á Playstati­on 4 fyr­ir hönd Íslands. Leik­irn­ir gengu von­um fram­ar. Lauk þeim fyrri með sigri, 4-2, og sá seinni endaði 3-0. 

Gott veganesti

Ljóst er að liðið getur því tekið gott veganesti með sér inn í undankeppnina. 

„Það hef­ur gengið vel í æf­inga­leikj­um. Í sein­ustu viku keppt­um við á móti Eistlandi og Finn­landi og það gekk í raun fram­ar von­um,“ sagði liðsstjórinn Jó­hann­es Páll Durr í samtali við blaðamann á mánudag.

Fylgjast má með leikjum Íslands í dag á twitch-vef KSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert