Hvað má læra af velgengni Riot Games?

Fjöldi keppna er haldinn á vegum fyrirtækisins.
Fjöldi keppna er haldinn á vegum fyrirtækisins. Ljósmynd/Riot Games

Fræðslufundur verður haldinn á morgun í boði Rafíþróttasamtaka Íslands, Akademias og IGI – samtaka leikjaframleiðenda á Íslandi. Efni fundarins er leikjafyrirtækið Riot Games og hvað læra má af því.

Fyrirtækið hefur meðal annars gefið út leikina Valorant og League of Legends en þeir eru með vinsælustu leikjunum sem spilaðir í dag – bæði hjá áhuga- og atvinnumönnum.

Fyrirtækið var stofnað árið 2006 en stökkbreyttist eftir útgáfu League of Legends árið 2009. Þá byrjaði boltinn virkilega að rúlla og heldur fyrirtækið í dag utan um 14 alþjóðlegar keppnisdeildir þess leiks.

Fundurinn fer fram á morgun.
Fundurinn fer fram á morgun.

Á fundinum verður farið yfir þróun fyrirtækisins allt frá því að það var lítið sprotafyrirtæki og þangað til það varð eitt stærsta leikjafyrirtæki heimsins. Í dag er fyrirtækið metið á um 3.200 milljarða íslenskra króna.

Sérstaklega verður fjallað um mikilvægi þess að frumkvöðlar láti sig dreyma stórt og láti drauma sína rætast.

Ísland með puttana í fyrirtækinu

Nokkrir Íslendingar hafa starfað innan fyrirtækisins og fá viðstaddir að heyra af þeirra reynslu og fræðast um þeirra sjónarhorn.

Fundurinn verður haldinn á morgun eins og áður sagði. Hér er hlekkur á námskeiðið og skráninguna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert