Staðan á Reykjavík Masters – dagur 4

Kynningarmynd fyrir VALORANT Champions Tour 2021: Stage 2 Masters - …
Kynningarmynd fyrir VALORANT Champions Tour 2021: Stage 2 Masters - Reykjavík Grafík/Riot Games

Norðurameríska liðið Sentinels héldu áfram þeirri sigurgöngu sem þeim hefur verið spáð þegar þeir sendu brasilíska liðið Team Vikings niður í neðri riðil í gær. Suðausturasíska liðið X10 Esports sendu einnig fyrsta liðið úr mótinu þegar þeir unnu japanska liðið Crazy Raccoon. Brasilíska liðið Sharks Esports fylgdi þeim svo hratt eftir þegar suðurameríska liðið KRÜ Esports vann viðureign sína gegn þeim. 

Þegar fjórði dagur hefst á Masters Reykjavík mótinu í tölvu­leikn­um Val­or­ant sem fer fram hér á landi í Laug­ar­dals­höll er gott að taka stöðuna. Tvær af þremur viðureignum gærdagsins höfðu óvænt úrslit og áhugavert er að sjá hvernig mynd mótið er að taka.

Tvenn óvænt úrslit

Suðausturasíska liðið X10 Esports halda áfram að koma á óvart og unnu viðureign sína gegn japanska liðinu Crazy Raccoon í gær. Skoðanir voru skiptar en Crazy Raccoon var almennt spáð sigri og það virtist því sem leikurinn yrði jafn þegar í hann var haldið. X10 Esports tóku viðureignina hins vegar nokkuð örugglega og halda því áfram að koma fólki á óvart á mótinu. Næsta viðureign þeirra er þó gegn Fnatic sem eru ekkert lamb að leika sér við.

Að sama skapi var brasilíska liðinu Sharks Esports fyllilega spáð sigri gegn suðurameríska liðinu KRÜ Esports - en nokkuð auðvelt er að bera þau lið saman vegna nálægðar svæðanna. Raunin var ekki svo og töpuðu Sharks viðureigninni og töpuðu illa, flestum til furðu. Það verður því áhugavert að fylgjast með KRÜ í næstu viðureign sinni gegn evrópska risanum Team Liquid.

Staðan núna

Eins og staðan er ein­mitt núna eru það Sent­inels, Versi­on1 og NUT­URN Gaming sem eru enn í efri riðli. Hins veg­ar sitja X10 Esports, KRÜ Esports, Team Liquid, Fnatic og Team Vikings í neðri riðil. Crazy Raccoon og Sharks Esports eru dottin út af mótinu.

Næstu viðureignir móts­ins er efri riðils viðureignin milli Version1 og NUTURN Gaming í dag klukk­an 15 - en það verður eflaust æsispennandi leikur. Þar á eftir verða neðri riðils viðureignir milli annars vegar Fnatic og X10 Esports og hins vegar Team Liquid og KRÜ Esports. Evrópsku liðunum tveimur er eflaust spáð sigri í þeim viðureignum en eins og við höfum séð geta X10 og KRÜ komið skemmtilega á óvart, og stefnir því í góðan leikdag í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert