Fnatic besta lið Evrópu

Staðan var enn jöfn eftir 20 umferðir í seinni leik …
Staðan var enn jöfn eftir 20 umferðir í seinni leik liðanna, 10-10, þökk sé frábæru 3k clutch hjá Link. Skjáskot/Riot Games

Fnatic vann Team Liquid 2-0 í gær en evrópsku liðin tvö fengu enn eitt tækifæri til að útkljá það hvort liðið er betra þegar þau mættust í fyrstu viðureign gærdagsins á Masters Reykjavík-mótinu í tölvuleiknum Valorant sem á sér stað í Laugardalshöll. Ólíkt öðrum viðureignum á mótinu höfðu þessi tvö lið mæst áður, síðast í undankeppninni fyrir mótið þar sem Team Liquid fór með sigur af hólmi.

Í þetta sinn var keppt fyrir áframhaldandi veru á mótinu og var því ekki við öðru að búast en að bæði lið myndu mæta með sinn besta leik. Bæði lið hafa staðið sig vel á mótinu hingað til og unnið allar viðureignir sínar, utan þeirra sem sendu þau niður í neðri riðil, með nokkuð góðum 2-0 sigrum. Sú viðureign sem Team Liquid tapaði fór 1-2 fyrir Liquid, sú gegn norðurameríska liðinu Version1, en sú sem Fnatic tapaði fór 0-2 fyrir Fnatic. Fnatic tapaði sinni viðureign hins vegar gegn norðurameríska liðinu Sentinels sem vann Version1 nokkuð auðveldlega í undankeppni sinni fyrir mótið.

Viðureignin gæti hafa tapast í borðavali

Fnatic byrjaði borðavalið með breytingu í bönnunum sínum en þeir bönnuðu borðið Haven frekar en Split eins og þeir hafa venjulega gert á mótinu hingað til. Team Liquid er ágætis Split-lið og hefði því eflaust þótt sniðugt að fyrir þá hérna að banna besta borð Fnatic, Bind, og velja borðið Split sem Fnatic líkar illa. Þess í stað ákvað Liquid hins vegar að banna borðið Icebox og velja borðið Ascent. Fnatic valdi borðið Bind og Split varð því afgangs.

Fyrsti leikur viðureignarinnar átti sér stað í borðavali Fnatic, Bind, og þrátt fyrir hörkugóða baráttu frá Team Liquid sýndi Fnatic að þetta er þess borð. Team Liquid strengdi saman 10 umferðir áður en Fnatic lokaði leiknum með sínum 13 en merkilegt þótti að engin af ofurstjörnum viðureignarinnar, þ.e. Derke, leikmaður Fnatic, og ScreaM og Jamppi, leikmenn Team Liquid, áttu sérlega góðan leik.

Í kjölfarið var farið í borðaval Team Liquid, Ascent, og má segja að þar hafi tekið við svipuð viðureign og í Bind. Staðan var nokkuð jöfn lengi vel og var 10-10 þegar 20. umferð lauk eftir að leikmaður Liquid, Travis „L1NK“ Mendoza tók skemmtilegt 3k clutch með judge. Fnatic vann leikinn þó að lokum 13-10. Miðað við getu Team Liquid í borðinu Split og fælni Fnatic frá því er spurning hvort það hefði ekki verið betra val fyrir Liquid en Ascent, en svo fór sem fór.

Team Liquid datt þar með út af mótinu og liðið sem það vann í undankeppni sinni fyrir mótið hélt áfram. Með því má einnig segja að Fnatic sé orðið besta lið Evrópu, á ákveðinn hátt. Fnatic mætti svo NUTURN Gaming í undanúrslitum mótsins, en sú viðureign átti sér einnig stað í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka