Evrópska liðið Fnatic vann sér inn sæti í úrslitaviðureign Masters Reykjavík mótsins í tölvuleiknum Valorant sem á sér stað í Laugardalshöll með 2-0 sigri gegn suðurkóreska liðinu NUTURN Gaming í gær og mun þar mæta norðurameríska liðinu Sentinels. Viðureign Fnatic og NUTURN Gaming var nokkuð jöfn eins og við var búist.
Ef rýnt er í fyrri viðureignir á mótinu má sjá að Fnatic átti jafnari leik gegn Sentinels heldur en NUTURN Gaming, og samkvæmt þeim staðli voru Fnatic því líklegri til sigurs þegar viðureignin hófst. NUTURN hafa hins vegar ekki verið að sýna sína bestu frammistöðu í mótinu hingað til og því voru enn nokkrir sem bundu vonir við að úr því myndi bætast.
Borðaval byrjaði nokkuð eðlilega en bæði lið bönnuðu þau borð sem þau hafa hingað til oftast gert, þ.e.a.s. borðið Split fyrir Fnatic og borðið Icebox fyrir NUTURN. Segja má að bæði Fnatic og NUTURN Gaming séu Bind lið og þegar Fnatic valdi borðið bauðst NUTURN því að fresta borðinu Haven fram á þriðja leik með því að velja sjálfir borðið Ascent.
Fyrsti leikur var því í Bind og hér tókst í raun á velgengni NUTURN Gaming í borðinu og sú bölvun þeirra að tapa alltaf fyrsta leik sínum í viðureignum. Fnatic byrjaði leikinn vel og var staðan 8-4 þeim í hag þegar kom að hálfleik. Í skamma stund virtist sem NUTURN gætu snúið blaðinu við en eftir fjórar umferðir í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn, 8-8. Við tók hins vegar örugg keyrsla Fnatic gegnum næstu 5 umferðir eftir að þeir höfðu aðlagað sig aðeins að spilamennsku NUTURN og lokuðu þeir leiknum þægilega 13-8.
Við tók leikur í borðavali NUTURN Gaming, Ascent. NUTURN byrjuðu sterkir og virtist í smá stund sem þeir væru að fara að taka sinn vanalega leik af því að snúa viðureigninni við í seinna borði. Sigurinn var að lokum ekki eins sannfærandi og byrjunin hafði lofað, en lokastaða í borðinu var þó 13-8 fyrir NUTURN og liðin því þannig séð hnífjöfn á leið sinni inn í þriðja borð viðureignarinnar, Haven.
Það hefur vægast sagt verið farið illa með NUTURN Gaming í Haven það sem af er liðið á þessu móti og var orðið ansi augljóst að liðið þyrfti að gera breytingar ef þeir ætluðu að eiga séns á að vinna borðið. Vissulega áttu sér stað breytingar, þar helst sú að þeir létu leikmanninn Suggest á útsendarann Phoenix, en NUTURN hefur ekkert spilað Phoenix á mótinu hingað til.