Íslendingar taka þátt í DreamHack móti

DreamHack Beyond viðburðurinn.
DreamHack Beyond viðburðurinn. Skjáskot/youtube.com/DreamHack

Flestir spilarar kannast við DreamHack, sem er sænskt framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í rafíþróttamótum. DreamHack heldur reglulega mót í mótaröðinni Boost Cup. Næst á dagskrá í þeirri mótaröð er DreamHack Beyond Boost Cup þar sem keppt verður í leiknum Rocket League.

Boost Cup viðburðirnir eru haldnir í gegnum internetið, eða staðbundna viðburði þar sem leikmenn koma með sínar eigin tölvur, til að halda niðri kostnaði við mótshald, með því markmiði að auka verðlaunafé og framleiðsluvirði fyrir áhorfendur.  Nú þegar hafa nokkrir Íslendingar skráð sig til leiks í mótinu.

Skráning opin öllum 13 ára og eldri

Keppt verður í þremur mismunandi flokkum í Rocket League, 3v3, 2v2 og 1v1. Einnig verður hægt að keppa í svokölluðum „freestyling“ flokki, en það er spila­stíll sem snýst um að líta vel út á vell­in­um og fram­kvæma flott­ar hreyf­ing­ar og brögð. Skráning er opin öllum 13 ára og eldri en spilað verður á tveimur mismunandi leikjaþjónum, staðsettum í Evrópu og austurströnd Bandaríkjanna. Sú staðreynd gerir leikmönnum í allri Norður Ameríku og allri Evrópu að taka þátt. Skráningu lýkur degi fyrir hvert mót, en flokkarnir verða spilaðir á mismunandi dögum. 

Keppnin fer fram dagana 23. - 31. júlí

Fyrst verður spilað í 2v2 dagana 23. júlí í Evrópu og 24. júlí í Bandaríkjunum. Heildarverðlaunafék þess flokks er hálf milljón íslenskra króna á hvoru svæði. Næst verður spilað í flokki 1v1, þann 25. júlí í Evrópu og 29. júlí í Bandaríkjunum. Þar verður heildarverðlaunafé í kringum 250 þúsund íslenskra króna á hvoru svæði. Síðast verður keppt í 3v3 flokki, sem áætlað er að verði vinsælasti flokkurinn. Sú keppni fer fram dagana 30. júlí í Evrópu og 31. júlí í Bandaríkjunum. Heildarverðlaunafé þess flokks verða tæplega ein milljón króna á hvoru svæði. 

Í „freestyling“ flokki mótsins verður keppt dagana 26. júlí í Bandaríkjunum og 28. júlí í Evrópu. Leikir spilaðir í þessum flokki eru ekki spilaðir með venjulegu sniði. Hver leikur mun standa yfir í 10 mínútur og mörkum gefin einkunn af dómurum. Sá leikmaður sem skorar mark leiksins sem fær hæðstu einkunn fer áfram í næstu umferð. Heildarverðlauna fé í þessum flokki eru 125 þúsund íslenskra krónur í hvorum flokki.

Sigursælasta tvíeyki landsins tekur þátt

Keppnin er opin íslenskum spilurum, en nú þegar hafa einhverjir Íslendingar skráð sig til leiks. EmilVald og Vaddimah munu mæta til leiks í 2v2 flokki mótsins, en þeir eru sigursælasta tvíeyki landsins í leiknum, ásamt því að vera Íslandsmeistarar með liði sínu KR White. Einnig mun Íslendingurinn OSM taka þátt í öllum flokkum mótsins, en liðsfélagar hans eru erlendir.

EmilVald og Vaddimah ásamt liðsfélaga sínum í KR White.
EmilVald og Vaddimah ásamt liðsfélaga sínum í KR White. Grafík/Rocket League Ísland
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert