Age of Empires snýr aftur

Grafík/Relic Entertainment

Flestir þekkja hinn klassíska tölvuleik Age of Empires en tölvuleikjafyrirtækin Relic Entertainment og World’s edge munu gefa út nýjan Age of Empires í samstarfi við Xbox, Age of Empires IV í október.

Leikurinn býður upp á heimildarefni

Age of Empires teymið sem vinnur að leiknum sýndi frá áhugaverðum eiginleika leiksins á Gamescom 2021 Xbox streyminu í gær. Eiginleikinn býr að tuttugu og átta fræðslumyndböndum um sögu mannkynsins héðan og þaðan úr heiminum sem tekin voru upp af fagfólki og veitir leikmönnum skemmtilega innsýn í lifnaðarhætti manna í fortíðinni sem og bardagaaðferðir þeirra.

Rætur mannkyns lifna við

Myndböndin er hægt að leysa út jafnt og þétt í gegnum leikinn og má segja að þau gefi fortíðinni nýtt líf með yfir þriggja klukkustunda heimildarefni í heildina.

Age of Empires IV mun vera aðgengilegur á PC-tölvu í gegnum Steam, Windows búðina einnig í gegnum Game Pass fyrir PC-tölvur.

Hér að neðan má sjá sýnishorn úr leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert